Tómas Andri

- ert þú að leita að mér?
profile-image

Tómas Andri

- ert þú að leita að mér?
  • email tomas@tomasandri.com
  • language tomasandri.com
  • phone +354 666 7779
  • place Urðarstíg 5, 220 Hafnarfirði

Velkomin!
Tómas Andri heiti ég, Arnarsson, og er tuttugu-og-fimm ára Strandamaður.
Ég er að flytja í höfuðborgina og er því í leit að vinnu.
Ég er metnaðarfullur, samviskusamur og nákvæmur, fljótur að læra og tileinka mér nýja hluti.
Ég er hress og skemmtilegur, með góða samskiptafærni og mikla þjónustulund.
Ég er reyklaus og reglusamur.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir menntun og starfsreynslu, ýmsa færni og áhugamál.
Þá er líka hægt að benda á hnappinn hér beint fyrir neðan til að sækja ferilskrána mína.

demoMenntun

Stúdentspróf
Tækniskólinn
Ágúst 2014 - Desember 2017

Útskrifaður úr Tækniskólanum með stúdentspróf af Tölvubraut. Ágætis einkunnir alla leið í gegn.

G
Grunnskólapróf
Víðistaðaskóli
2014

Útskrifaðist úr Víðistaðaskóla í Hafnarfirði árið 2014.

Hef yfirgrips mikla þekkingu á Microsoft Office, Adobe og Google forritum.
Þekking á HTML, CSS, PHP, JavaScript, Dart, Python og C#
Þekking á Photoshop, Illustrator og Premier Pro
Starfræn miðlun - vefsíðugerð, námsefnisgerð og myndbandavinnsla
Umsjón með heimasíðum
Umsjón með samfélagsmiðlum
Á auðvelt með að læra á hin ýmsu kerfi og nýta mér nýja tækni eftir þörfum

Tungumál:
Íslenskukunnátta mjög góð í ræðu og riti
Skil, skrifa og tala ensku vel
Dönsku og ítölsku kunnátta ágæt

Forritunartungumál
Python
90%
C#
78%
PHP
85%
JavaScript
80%
Vinna
Tímastjórnun
100%
Margskonar forgangsröðun
100%
Sjálfstæði í vinnu
100%
Samvinna
100%
Forrit
Google Sheets
70%
Google Docs
80%
Navision
80%
FL Studio
80%

demoStarfsferill

S
Beitning
Útgerðarfélagið Skúli
Júlí 2020 -

Eins og stendur starfa ég hjá Útgerðarfélaginu Skúla á Drangsnesi. Ég er háseti á smábát og er einnig í beitningu.

S
Sölu- og þjónustufulltrúi
Vodafone
September 2019 - Júní 2020

Hér starfaði ég sem sölu- og þjónustufulltrúi í verlsun Vodafone við Suðurlandsbraut 8. Vinnan þar gekk út á sölu á hinum ýmsu símtækjum og þjónustum, og auðvitað aðstoð með hvað sem er, hvort sem það er tæknileg eða sálfræðileg aðstoð.

S
Svæðisstjóri
IKEA
Maí 2017 - Ágúst 2019

Hér starfaði sem svæðisstjóri þjónustudeildar og afhendingalagers IKEA í rúm tvö og hálft ár. Átti einnig við störf í Skilað og Skipt og á afhendingarlagernum.

Ö
Öryggisvörður
Securitas
Desember 2016

Með það markmið í huga að afla mér örlítið fleiri aurum yfir jólin, réði ég mig í vinnu hjá Securitas, þar sem ég var öryggisvörður í hinum og þessum búðum og átti við tilheyrandi störf. Fékk að standa helling og það var bara öskrað á mig einu sinni. 9/10 experience allt í allt.

B
Bílstjóri
Aha Veitingar
Ágúst 2016 - Febrúar 2017

Ég átti við það mikilvæga starf að færa fólki mat í híbýli sín. Ég þeyttist um göturnar á bíl merktum Aha Veitingum og sótti mat á alls konar veitingastaði og flutti heim að dyrum viðskiptavina. Ég vil halda að þeir sakni mín í dag.

S
Starfsmaður á kassa
Krónan
Ágúst 2015 - Maí 2016

Ég átti við starf í Krónunni Hafnarfirði við að afgreiða viðskiptavini á kassa og önnur tengd störf.

K
Kokkur og preppari
Kaffi-hornið
Sumar 2015 og sumar 2016

Ég ákvað að prófa að ferðast aðeins um sumarið í leit að vinnu, og endaði á Kaffi-horninu á Höfn í Hornafirði. Ég byrjaði sem uppvaskari, færði mig svo í að undirbúa hráefni eldhússins og svo varð ég diskari og kokkur. Eigendurnir elskuðu mig svo mikið að ég fékk að koma aftur sumarið eftir.

K
Kokkur
Burger-inn
Maí 2014 - Maí 2015

15 ára gutti, nýútskrifaður úr 10. bekk fór ég að leita mér að vinnu fyrir sumarið og komandi framhaldsskólaár. Ég fékk tækifæri á Burgernum, þar sem ég vann aðallega sem kokkur á grilli og við hin ýmsú aðstoðarstörf í rúmt ár.

demoÁhugamál

Ég elska tónlist, eiginlega bara alla. Ég spila á 4 hljóðfæri, þó svo að þrjú þeirra séu strengjahljófæri. Ég lifi fyrir allt tengt tölvum og tölvuleikjum, sem útskýrir tölvunámið og þessa fínu síðu. Ég hef mikinn áhuga á líkamsrækt og matarræði, og stunda reglulegar æfingar í MMA félaginu Mjölni. Ég virðist eyða nærri því öllum sparnaði sem ég næ saman árlega í að fara til einhvers land eða tveggja. Ég fer alltaf allavega einu sinni í bíó á viku en oft oftar, og svo er ég auðvitað alrei á móti kósí stund í sofanum yfir góðri mynd. Það hljómar kannski eins og of mikið af áhugamálum, en ég meina, hvað er lífið án skemmtunar!

Tónlist
Tölvur
Bílar
Líkamsrækt
Ferðalög
Kvikmyndir

demoMeðmæli

client-image
Hella fínn gaur Dwayne Johnson, kvikmyndastjarna.
client-image
Hann gerir bestu mojitoana! Mark Zucherberg, CEO, Facebook
client-image
Þekki hann frekar lítið, en hann hljómar eins og fínn gæji. Einhver félagi á Laugarvegi